Fótbolti

Willum Þór á skotskónum í tapi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Willum fagnar jöfnunarmarki sínu í kvöld.
Willum fagnar jöfnunarmarki sínu í kvöld. Vísir/Getty

Willum Þór Willumsson skoraði mark Go Ahead Eagles þegar liðið tapaði fyrir Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Go Ahead Eagles var í tólfta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar fyrir leikinn í dag, sex stigum á undan Exelesior sem sat í fallsæti. Willum Þór var í byrjunarliði gestaliðsins í stöðu fremsta miðjumanns en Willum Þór hefur verið að leika vel að undanförnu og skoraði meðal sigurmarkið í sigri gegn FC Utrecht fyrir mánuði síðan.

Staðan í leiknum í dag var markalaus í hálfleik en á 54. mínútu kom Couhaib Driouech heimamönnum í Exelsior yfir. Sjö mínútum síðar var komið að Willum Þór en hann jafnaði þá metin í 1-1.

Staðan var hins vegar ekki jöfn lengi því á 65. mínútu skoraði Julian Baas sigurmarkið fyrir Excelsior. Lokatölur 2-1 fyrir heimamenn sem þar með lyfta sér upp úr fallsæti og nú eru Willum Þór og hans félagar aðeins fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Mark Willums Þórs er hans sjötta í hollensku deildinni í vetur í tuttugu og einum leik. Hann hefur fá tækifæri fengið með íslenska landsliðinu og spurning hvort nýr landsliðsþjálfari, Åge Hareide, horfi til Hollands þegar hann velur næsta landsliðshóp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×