Lífið

Glæsieign í Goðakór

Íris Hauksdóttir skrifar
fasteign goda

Fimm herbergja einbýlishús við Goðakór í Kópavogi er til sölu. Ásett verð fyrir fermetrana 228 eru 162.900.000 milljónir króna.

Húsið er sérlega vel byggt á besta stað í Kórahverfinu í Kópavogi. Um er að ræða fjölskylduhús með tveimur baðherbergjum, þvottahúsi, góðu eldhúsi, stórri geymslu og bílskúr. Eldhúsinnréttingin er vönduð og sérsmíðuð af Vinnustofu Guðnýjar. Í rýminu er góður borðkrókur við fallegan gólfsíðan glugga. Útgengt er frá eldhúsinu út á veröndina sem liggur fyrir framan húsið. Stór og skjólgóður garður.

Virkilega vandað hús í góðu og fjölskylduvænu hverfi þar sem stutt er í skóla, verslanir og veitingarstaði.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um húsið á fasteignavef Vísis en hér að neðan eru nokkrar vel valdar myndir.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×