Fótbolti

Amanda og Hlín skoruðu báðar í stórsigri | Ingibjörg lagði upp fyrir Vålerenga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Amanda Andradóttir skoraði og lagði upp fyrir Kristianstad í dag.
Amanda Andradóttir skoraði og lagði upp fyrir Kristianstad í dag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Amanda Andradóttir og Hlín Eiríksdóttir skoruðu sitt markið hvor fyrir Kristianstad er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn IK Uppsala í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Á sama tíma lagði Ingibjörg Sigurðardóttir upp fyrsta mark Välerenga er liðið vann 3-2 endurkomusigur gegn Brann í norsku deildinni.

Amanda átti hörkuleik fyrir Kristanstad í dag og lagði upp fyrsta mark liðsins á 14. mínútu, en Kristianstad bætti öðru marki við í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan var því 2-0 þegar liðin gengu til búningsherberga.

Amanda skoraði svo þriðja mark liðsins straax í upphafi síðari hálfleiks áður en Hlín Eiríksdóttir innsiglaði 4-0 sigur með marki á 75. mínútu.

Kristianstad situr nú í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir fjóra leiki, en Uppsala situr í næst neðsta sæti með tvö stig.

Þá lagði Ingibjörg Sigurðardóttir upp fyrsta mark Vålerenga er liðið vann 3-2 endurkomusigur gegn Brann í norsku deildinni. Vålerenga hefur farið vel af stað á tímabilinu og trónir á toppi norsku deildarinnar með 13 stig eftir fimm leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×