Fótbolti

Félögin selja hamborgara, bjór og varning fyrir tugi milljóna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það getur borgað sig fyrir íslensk félög að hafa umgjörðina í lagi og bjóða upp á metnaðarfulla mat og svalandi drykki á vellinum.
Það getur borgað sig fyrir íslensk félög að hafa umgjörðina í lagi og bjóða upp á metnaðarfulla mat og svalandi drykki á vellinum. vísir/getty

KSÍ og Deloitte munu í dag kynna skýrslu um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Vísir hefur fengið aðgang að skýrslunni og mun birta greinar upp úr henni í dag.

Tekjur íslenskra knattspyrnufélaga eru sífellt að aukast. Greiðslur vegna útsendingarréttar eru sífellt að aukast og hækkuðu um 104 milljónir króna frá árinu 2021 til 2022.

Tekjur vegna miðasölu hækkuðu sömuleiðis um 50 milljónir króna á milli sömu ára.

Það er ekki nóg að fá fólk á völlinn því mikil sóknarfæri eru í að selja fólk mat og annan varning á vellinum. Sala á varningi og veitingum hefur einnig rokið upp og fór upp um 85 milljónir á þessum tíma.

Það er áhugavert að sjá að lið eins og ÍBV, Þróttur og Keflavík eru dugleg að selja varning á vellinum.

Það er alltaf fín mæting hjá KR á síðustu árum en félagið á augljóslega inni að selja áhorfendum sínum meira.

ÚTSENDINGARRÉTTUR:

2022:

  • Víkingur - 32 milljónir króna
  • KR - 27
  • Breiðablik - 26
  • Stjarnan - 24
  • Valur - 23

2021:

  • Breiðablik - 21 milljón
  • Valur - 19
  • KR - 16
  • Víkingur - 15
  • Keflavík - 15

2020:

  • KR - 17 milljónir
  • FH - 15
  • Stjarnan - 13
  • Breiðablik - 13

2019:

  • Stjarnan - 15 milljónir
  • KR - 15
  • FH - 14
  • Breiðablik - 13

MIÐASALA:

2022:

  • Víkingur - 27 milljónir króna
  • Breiðablik - 24
  • FH - 21
  • KR - 18
  • Fram - 13
  • Valur - 10

2021:

  • KR - 22 milljónir króna
  • FH - 16
  • Víkingur - 14
  • Breiðablik - 13
  • Fylkir, Valur, ÍA - 10

2020:

  • KR - 14 milljónir
  • ÍBV - 12
  • Fylkir - 11
  • Valur - 11
  • FH - 9

2019:

  • KR - 20 milljónir
  • FH - 16
  • Fylkir - 13
  • Valur - 13
  • Breiðablik - 12
  • ÍBV - 12

SÖLUVARNINGUR OG VEITINGAR:

2022:

  • ÍBV - 37 milljónir
  • Breiðablik - 35
  • Þróttur - 24
  • Keflavík - 22
  • Víkingur - 21

2021:

  • Keflavík - 24 milljónir
  • Breiðablik - 22 milljónir
  • Víkingur - 19
  • Selfoss - 19
  • Þróttur - 11

2020:

  • Keflavík - 17 milljónir
  • Breiðablik - 17
  • KR - 12
  • Selfoss - 9

2019:

  • Þróttur - 21 milljón
  • Breiðablik - 20
  • Keflavík - 14
  • ÍBV - 12
  • KR - 11

Tengdar fréttir

Leikmenn Vals með hæstu launin

Það er óhætt að segja að stórveldið Breiðablik sé í sérflokki er kemur að launum og tengdum gjöldum hjá félögum á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×