Körfubolti

Martin og félagar komnir langleiðina inn í úrslitakeppnina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Martin Hermannssonog félagar í Valencia unnu góðan sigur í kvöld.
Martin Hermannssonog félagar í Valencia unnu góðan sigur í kvöld. Visir/Getty

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia unnu góðan níu stiga sigur er liðið tók á móti Obradoiro í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöldm 87-78.

Martin og félagar höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins, en áttu þó í stökustu vandræðum með að hrista gestina af sér. Mest náðu liðsmenn Valencia sex stiga forskoti í fyrri hálfleik, en leiddu aðeins með einu stigi að þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 46-45.

Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik þar sem heimamenn í Valencia náðu loks tíu stiga forskoti í fyrsta skipti í leiknum um miðjan fjórða leikhluta. Martin og félagar héldu gestunum í hæfilegri fjarlægð það sem eftir lifði leiks og unnu að lokum níu stiga sigur, 87-78.

Martin skoraði sjö stig fyrir Valencia í kvöld og gaf auk þess fjórar stoðsendingar. Liðið situr nú í áttunda sæti með 32 stig eftir 30 leiki og er komið langleiðina með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×