Fótbolti

Ingibjörg lagði upp í góðum sigri

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir er leikmaður Vålerenga.
Ingibjörg Sigurðardóttir er leikmaður Vålerenga. Vålerenga

Ingibjörg Sigurðardóttir lagði upp eitt marka Vålerenga í 4-1 sigri liðsins á LSK þegar liðin mættust í norsku deildinni í kvöld.

Ingibjörg var í byrjunarliði Vålerenga sem hefur farið vel af stað í norsku deildinni í vor en liðið var taplaust eftir fyrstu sex umferðirnar og hafði unnið fimm af sínum sex leikjum. Lið LSK var í þriðja sæti, þremur stigum á eftir.

Það var heimalið Vålerenga sem var mun sterkara liðið í dag. Liðið komst í 1-0 strax á 5. mínútu þegar Ingibjörg lagði upp mark fyrir Karina Sævik og heimakonur komust í 2-0 á 33. mínútu með marki frá Olaug Tvedten.

Staðan í hálfleik 2-0 en Vålerenga náði að bæta við tveimur mörkum í síðari hálfleiknum áður en LSK minnkaði muninn í uppbótartíma. Lokatölur 4-1 og Vålerenga efst í deildinni með nítján stig eftir sjö leiki.

Ingibjörg Sigurðardóttir var eins og áður segir í byrjunarliði Vålerenga en fór af velli á 71. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×