Handbolti

Undra­verður bati Blæs vekur mikla at­hygli: „Það eina sem ég hef hugsað um“

Aron Guðmundsson skrifar
Blær meiddist mjög illa gegn Fram í apríl en sneri aftur inn á völlinn í gærkvöldi
Blær meiddist mjög illa gegn Fram í apríl en sneri aftur inn á völlinn í gærkvöldi Vísir/bjarni

Margir ráku upp stór augu þegar að Blær Hin­riks­son, sem meiddist illa á dögunum í leik með Aftur­eldingu, sneri ó­vænt aftur inn á völlinn í undan­úr­slitum Olís deildarinnar í gær­kvöldi.

Blær meiddist í leik með Aftur­eldingu gegn Fram um miðjan apríl­mánuð. Í fyrstu var búist við því versta, að hann væri ökkla­brotinn en svo var ekki.

Þessi öflugi leik­maður meiddist þó illa, hlaut beinmar og skaddaði lið­bönd. Margir bjuggust við því að hann myndi ekki spila meira með Aftur­eldingu á tíma­bilinu en í gær kom hann ó­vænt við sögu í fyrsta leik Aftur­eldingar og Hauka í undan­úr­slitum Olís deildarinnar.

„Ég er bara með tognuð lið­bönd, illa tognaður en á endanum er bara mikil vinna á bak við þessa endur­komu,“ sagði Blær í beinni út­sendingu eftir sigur Aftur­eldingar á Haukum í gær. „Vinna sem ég hef lagt í þetta dag og nótt. Þetta er það eina sem ég hef hugsað um.

Í sam­ráði við góða menn, Einar Einars­son sjúkra­þjálfara og sjúkra­t­eymi Aftur­eldingar, auk mikillar vinnu sem ég lagði í eftir að hafa sett mér mark­mið og tekið þetta skref fyrir skref. Þá gerast svona hlutir.“

Blær segir að þegar að komið er inn á völlinn gleymist allur sárs­auki. Hann viður­kenndi þó að finna smá fyrir meiðslunum á þeirri stundu sem við­talið var tekið. Þrot­laus vinna er að baki þessari snemm­búnu endur­komu hans.

„Ég var bara á hækjum og gat varla stigið í löppina. Síðan leitaði ég bara ráða hjá fag­aðila og við byrjum strax að vinna í þessu með styrktar­æfingum, teygjum og með því að kæla enda­laust. Ég byrjaði að synda á fullu til að halda mér í formi og æfa tvisvar til þrisvar sinnum á dag.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×