Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Karl þriðji var krýndur Bretlandskonungur við sögulega, og ákaflega íburðarmikla, athöfn í Westminster í dag. Forseti Íslands, sem viðstaddur var athöfnina, segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig Karli farnist í embætti. Konungurinn hafi sett sinn svip á magnþrungna athöfnina í morgun. 

Við greinum ítarlega frá krýningarathöfninni í kvöldfréttum Stöðvar 2 og kíkjum á hátíðahöldin hér heima. Bretar á Íslandi sóru konunginum hollustu sína í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og royalistar fylgdust spenntir með athöfninni í Mosfellsbæ.

Þá fjöllum við áfram um öryggismál á ferðamannastöðum. Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að von sé á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður óttast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda.

Við kíkjum á fjölmenna sjóslysaæfingu á Faxaflóa í dag og sýnum frá fimmtu útskrift lýðskólans á Flateyri, þar sem tilkynnt var um enn frekari uppbyggingaráform skólans í bænum. Þá verðum við í beinni útsendingu frá Valsheimilinu, þar sem allt er á suðupunkti fyrir úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×