Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Dómsmálaráðherra mun leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur að nýju úrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda. Rætt verður við Jón Gunnarsson í kvöldfréttum á Stöð 2. 

Þá heyrum við í sjúkraflutningamanni á Suðurlandi sem vill fá meira neyðarviðbragð við ferðamannastaði.

Við lítum í verslanir en brestk blávatn er nú selt í búðum hér á landi. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir hringrásarhagkerfi og markaðshagkerfi ekki fara saman. 

Þá lítum við vestur um haf en karlmaður skaut átta til bana og særði sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð í Texas-ríki í gærkvöldi. Sjónarvottur segir að börn hafi verið meðal fórnarlamba.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×