Innlent

Gekk í veg fyrir bif­reið og braut bíl­rúðu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þrír voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum.
Þrír voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar vegna ónæðisseggja og tvær tilkynningar vegna flugeldafikts á vaktinni í gærkvöldi og nótt.

Í miðborginni var tilkynnt um „æstan“ einstakling inni á veitingastað. Þegar lögregla mætti á vettvang var viðkomandi kominn út og fékk fyrirmæli um að fara ekki aftur inn á staðinn. 

Í Hafnarfirði var svo tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi sem var að veitast að farþegum í strætó. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Í Hafnarfirði var lögregla einnig kölluð til þegar óprúttnir aðilar köstuðu flugelda í íbúðarhús og flúðu svo af vettvangi. Engar skemmdir urðu á húsinu en húsráðanda var brugðið. Þá var tilkynnt um krakka að sprengja flugelda í strætóskýli í Breiðholti en þeir voru farnir þegar lögregla kom að.

Í póstnúmerinu 104 féll einstaklingur ofan í tveggja metra djúpa holu. Var hann með minniháttar áverka eftir fallið og var fluttur á slysadeild. 

Þá var tilkynnt um undarlegt atferli einstaklings í póstnúmerinu 112, þar sem einstaklingur var sagður hafa gengið í veg fyrir bifreið. Þegar ökumaður flautaði á viðkomandi barði hann í rúðu bifreiðarinnar þannig að hún brotnaði. Hann flúði svo af vettvangi.

Málið er í rannsókn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×