Sport

Valgerður rotaði þá georgísku eftir aðeins fjörutíu sekúndur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valgerður Guðsteinsdóttir var ekki lengi að klára bardaga sinn út í Svíþjóð.
Valgerður Guðsteinsdóttir var ekki lengi að klára bardaga sinn út í Svíþjóð. Vísir/Pétur Marinó Jónsson

Íslenska hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir fagnaði glæsilegum sigri tíunda atvinnumannabardaga sínum helgina.

Valgerður mætti Mariami Nutsubidze frá Georgíu í bardaganum sem fór fram í Alingsås í Svíþjóð.

Þetta var fyrsti hnefaleikaviðburður sem haldinn hefur verið í bænum en TK Promotion stóð fyrir honum. Kvöldið hófst á sýningar bardögum hjá yngstu boxurunum, síðan áhugamanna bardögum og lauk svo með þremur atvinnubardögum.

Valgerður mætti Mariami í bardaga sem var skráður í léttvigt. Vigtun gekk auðveldlega hjá Valgerði en andstæðingur hennar var einu og hálfu kílói og þung.

Bardaginn átti að vera sex lotur en Valgerður kláraði hann með rothöggi þegar aðeins fjörutíu sekúndur voru liðnar af fyrstu lotu.

„Bardaginn bauðst með tveggja vikna fyrirvara og ég er innilega þakklát þeim styrktaraðilum sem gerðu þetta mögulegt,“ segir Valgerður Guðsteinsdóttir.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×