Sport

Elísabet Rut setti Íslandsmet og varð svæðismeistari á Myrtle Beach

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elísabet Rut Rúnarsdóttir setti sitt fjórða Íslandsmet og tryggði sér titilinn.
Elísabet Rut Rúnarsdóttir setti sitt fjórða Íslandsmet og tryggði sér titilinn. Texas State

Íslenski sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir fagnaði sigri á svæðismeistaramóti sínu, Sun Belt Outdoor Championships.

Lokamótið fór fram á Myrtle Beach í Suður Karólínu og það var frábært kast hennar í fimmtu umferð sem gulltryggði sigurinn.

Elísabet Rut kastaði þá sleggjunni 65,53 metra og bætti eigið Íslandsmet sem var kast upp á 65,35 metra frá því í júní fyrra.

Þetta var líka lengsta kast hjá nemanda á fyrsta ári í skólanum og það tíunda lengsta í sögu skólans.

Elísabet á nú átta lengstu köst hjá íslenskri konu en þetta er í fjórða skiptið sem hún bætir Íslandsmetið í greininni.

Elísabet er á fyrsta ári sínu í Texas State háskólanum sem hefur aðsetur í Austin í Texas fylki í Bandaríkjunum.

Hér fyrir neðan má sjá þetta frábæra kast hjá Elísabetu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×