Sport

Bergrós búin að tryggja sér sæti á heims­leikunum í Cross­Fit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bergrós Björnsdóttir með goðsögninni Anníe Mist Þórisdóttur sem hefur keppt oftast allra Íslendinga á heimsleikunum.
Bergrós Björnsdóttir með goðsögninni Anníe Mist Þórisdóttur sem hefur keppt oftast allra Íslendinga á heimsleikunum. Instagram/@bergrosbjornsdottir

Bergrós Björnsdóttir verður meðal keppenda á heimsleikunum í CrossFit í haust og er fyrsti Íslendingurinn sem tryggir sér farseðilinn til Madison.

Bergrós verður meðal keppenda í flokki sextán til sautján ára stelpna. Hún er sextán ára gömul og því á yngra ári í flokknum.

Bergrós tryggði sér sætið með því að standa sig mjög vel í undanúrslitamótinu þar sem hún varð áttunda.

Bergrós var fimm stigum frá sjöunda sætinu og tveimur stigum á undan tékkneskri stelpu sem kom næst á eftir henni. Fimm bandarískar stelpur, eins írsk og ein spænsk urðu á undan okkar konu.

Bergrós náði best þriðja sætinu í tveimur af greinum sex sem stelpurnar kepptu í á þessu undanúrslitamóti.

Hún bætti stöðu sína talsvert frá því í opna hlutanum þar sem hún var með 21. besta árangurinn á heimsvísu en þar var hún sú fimmta í Evrópu. Hún fór því í raun upp um þrettán sæti á þessu undanúrslitamóti.

Þetta verða aðrir heimsleikar Bergrósar en hún náði áttunda sætinu í flokki fjórtán til fimmtán ára stelpna á heimsleikunum í fyrra.

Hún fékk frábæra reynslu á Reykjavíkurleikunum í janúar þegar hún keppti með Anníe Mist Þórisdóttur. Þær fögnuðu sigri saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×