Íslenski boltinn

Arnar biðst af­sökunar | „Ekkert eðli­lega hall­æris­leg um­mæli“

Aron Guðmundsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Vísir/Hulda Margrét

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings Reykjavíkur í knattspyrnu, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali við Fotbolti.net í gær.

Um­mælin lét Arnar Gunn­laugs­son þjálfari Víkings falla í sam­tali við Fót­bolta.net eftir að Heimir Guð­jóns­son þjálfari FH gagn­rýndi lið hans í sam­tali við Stöð 2 Sport fyrir að vera grófasta lið deildarinnar. Sagðist Arnar taka því sem hrósi. „Af því við vorum al­gjörar píkur í fyrra.“

Arnar hefur nú beðist af­sökunar, það gerir hann í færslu á sam­fé­lags­miðlinum Face­book.

„Biðst inni­legrar af­sökunar á ekkert eðli­lega hall­æris­legum um­mælum sem höfð voru eftir mér í gær. Árið er 2023 og ég er að nota frasa sem er bæði móðgandi og við­heldur úr­eltri og rangri staðal­í­mynd. Arnar Berg­mann Gunn­laugs­son – gera betur,“ skrifar Arnar í færslu á Face­book.

Um­mæli Arnars vöktu gríðar­lega at­hygli á sam­fé­lags­miðlum. Er Arnar gagn­rýndur fyrir líkinguna af ótal mörgum sem segja þau ekki eiga sér­lega vel við.

Þakkaði Heimi fyrir hrósið

Eftir sigur Víkinga á FH í Bestu deild karla á dögunum sagði Arnar, í við­tali við Vísi, að FH-ingar hefðu komið út í síðari hálf­leik með það sem mark­mið að meiða leik­menn Víkings en Hafn­firðingarnir voru þá tveimur mörkum undir.

Heimir svaraði þessum um­mælum Arnars í við­tali við Vísi í kjöl­farið. Hann sagði Arnar tala oft mikið og að lið hans væri grófasta lið Bestu deildarinnar.

Arnar var spurður út í um­mæli Heimis í við­tali við Fót­bolti.net í gær og þar sagðist hann taka um­mælum Heimis sem hrósi í garð sinna manna.

„Af því við vorum al­­gjörar píkur í fyrra,“ sagði Arnar í við­tali við Fót­bolti.net. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×