Erlent

Einn látinn eftir skotárás í Stokkhólmi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Lögreglan í Stokkhólmi réðist í stórfellda lögregluaðgerð í Rågsved-hverfi í nótt eftir að tilkynningar bárust um skothljóð. Á vettvangi kom í ljós að einn var látinn og tveir aðrir særðir. Mynd tengist frétt ekki beint.
Lögreglan í Stokkhólmi réðist í stórfellda lögregluaðgerð í Rågsved-hverfi í nótt eftir að tilkynningar bárust um skothljóð. Á vettvangi kom í ljós að einn var látinn og tveir aðrir særðir. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty/Atila Altuntas

Einn lést og tveir særðust, þar af einn alvarlega, í skotárás í Rågsved-hverfi í Stokkhólmi í nótt. Fimm hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á árásinni.

Lögreglan í Stokkhólmi réðist í stóra lögregluaðgerð í nótt eftir að henni bárust tilkynningar um skothljóð í Rågsved-hverfi rétt fyrir miðnætti.

Eftir að lögregla mætti á vettvang kom í ljós að þrír einstaklingar á þrítugsaldri hefðu verið skotnir. Þar af var einn látinn, annar hafði særst alvarlega en sá þriðji slapp með smávægilega áverka.

Lögreglan kembdi svæðið í kringum árásina í kjölfarið og tók fólk í skýrslutökur. 

Mats Eriksson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Stokkhólmi, greindi frá því í tilkynningu til fjölmiðla að fimm einstaklingar hafi verið handteknir vegna gruns um manndráp og tilraun til manndráps.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×