Erlent

Trump lýsir yfir sakleysi

Árni Sæberg skrifar
Bandaríska þjóðin skiptist nokkurn vegin til helminga hvað varðar afstöðu hennar til réttmætis ákæru á hendur Trump.
Bandaríska þjóðin skiptist nokkurn vegin til helminga hvað varðar afstöðu hennar til réttmætis ákæru á hendur Trump. Joe Raedle/Getty

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er mættur í dómshús í Miami í Flórída. Hann hefur lýst yfir sakleysi í öllum ákæruliðum.

Trump var leiddur fyrir dómara nú klukkan 19. Mikill fjöldi stuðningsmanna hans var samankominn fyrir framan dómshúsið og kölluðu meðal annars „Áfram Trump!“ 

Þá var einnig töluvert magn af fólki við dómshúsið sem fagnaði því að Trump væri mættur fyrir dóm.

Dómarinn sem tók á móti honum er umdeildur dómari sem hann sjálfur tilnefndi og hefur áður tekið ákvarðanir honum í vil.

Forsetinn fyrrverandi sætir ákæru fyrir að taka með sér mikið magn opinberra gagna úr Hvíta húsinu þegar hann flutti þaðan í janúar 2021. Þar á meðal voru fjölmörg leynileg skjöl sem geymd voru í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída.

Samkvæmt lögum hefði Trump átt að skila þessum gögnum til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Þegar í ljós kom að hann hefði ekki skilað miklu magni gagna, reyndu forsvarsmenn Þjóðskjalasafnsins að fá þau afhent en án árangurs.

Hér að neðan má sjá umfjöllun CBS í beinni útsendingu:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×