Körfubolti

Barça í bílstjórasætinu eftir fyrsta leik í úrslitum ACB deildarinnar

Siggeir Ævarsson skrifar
Hinn argentínski Nicolas Laprovittola var stigahæstur allra á vellinum í kvöld með 19 stig
Hinn argentínski Nicolas Laprovittola var stigahæstur allra á vellinum í kvöld með 19 stig Vísir/Getty

Barça og Real Madrid mættust í fyrsta leik úrslitaviðureignar ACB deildarinnar í kvöld, en Real Madrid eru ríkjandi meistarar. Barça gerðu sér lítið fyrir og unnu fyrsta leikinn, 97-88.

Barça urðu deildarmeistarar í ACB deildinni þetta árið, en baráttan á toppnum var þó ansi hörð. Barça enduðu að lokum með einum sigri meira en Real Madrid og Baskonia, og eiga því heimaleikjaréttinn í úrslitunum.

Barça hófu leikinn með látum og skoruðu 34 stig í fyrsta leikluta, gegn 27 stigum gestanna. Staðan í hálfleik 50-38 en þá vöknuðu meistararnir loks aðeins til lífsins og klóruðu í bakkann.

Það dugði þó ekki til og Barça unnu 4. leikhlutann með fimm stigum og leikinn með níu, og leiða því 1-0 í einvíginu. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér meistaratitilinn.

Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, sem og næstu leikir, en leikur númer tvö fer fram á sunnudaginn og hefst útsendingin kl. 16:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×