Innlent

Fanga­geymslur fullar eftir nótt skemmtana á Akur­eyri

Kjartan Kjartansson skrifar
Fullt hús var í lögreglustöðinni á Akureyri eftir skemmtanahald næturinnar. Myndin er úr safni.
Fullt hús var í lögreglustöðinni á Akureyri eftir skemmtanahald næturinnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Mikill erill var hjá lögreglunni á Akureyri þar sem margt var um manninn á ýmsum skemmtunum í gærkvöldi og nótt. Þrátt fyrir að fangageymslur hafi verið fullar í morgun komu engin alvarleg mál upp, að sögn aðalvarðstjóra hjá lögreglunni. Maður sem var handtekinn með öxi í gær er enn í haldi.

Fjölmennt er á Akureyri þar sem hátíðin Bíladagar eru haldnir um helgina. Til viðbótar útskrifuðust nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri og eldri stúdentar „júbíleruðu“ í blíðskaparviðri í gær. 

Árni Páll Jóhannsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir ómögulegt að slá á fjöldann sem var í bænum.

„Það var mjög margt um helgina. Það voru margir að skemmta sér. Miðað við fjölda sem er í bænum þá er svo sem ekkert stórt sem kom upp í nótt,“ segir hann.

Eitthvað var um minniháttar pústra og þá voru nokkrir ökumenn teknir fyrir ölvunar- eða fíkniefnaakstur.

Enn á eftir að yfirheyra karlmann sem var handtekinn vopnaður öxi á tjaldsvæði í gær. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×