Handbolti

Ásdís Guðmundsdóttir gengin til liðs við ÍBV

Siggeir Ævarsson skrifar
Ásdís í leik með landsliði Íslands, en hún á 10 landsleiki að baki
Ásdís í leik með landsliði Íslands, en hún á 10 landsleiki að baki Vísir/EPA

Landsliðskonan og línumaðurinn Ásdís Guðmundsdóttir mun leika með ÍBV í Olísdeild kvenna næstur vetur en Ásdís lék síðast með Skara HF í Svíþjóð.

Ásdís, sem lék áður með KA/Þór og varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari með liðinu veturinn KA/Þórs 2020-2021 og var þar í stóru hlutverki. Hún er 25 ára línumaður og skipti yfir til Svíþjóðar síðasta haust og lék með Skara HF en yfirgaf liðið í upphafi árs og tók sér tímabundið hlé frá handbolta.

Hún var þó greinilega hvergi nærri hætt og er ljóst að ÍBV verður því með eitt öflugasta línumannapar deildarinnar næsta vetur því fyrir er hin geysiefnilega Elísa Elíasdóttir. Vestmannaeyingar eru í það minnsta ansi spenntir ef marka má Facebook-síðu félagsins:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×