Handbolti

ÍBV nældi í Portúgala í stöðu Rúnars

Sindri Sverrisson skrifar
Daniel Vieira er orðinn leikmaður ÍBV.
Daniel Vieira er orðinn leikmaður ÍBV.

ÍBV hefur fundið arftaka Rúnars Kárasonar í stöðu hægri skyttu fyrir næstu handboltaleiktíð en það er Portúgalinn Daniel Vieira.

Vieira er 22 ára gamall, 194 sentímetrar á hæð og kraftmikil skytta, samkvæmt tilkynningu Eyjamanna, og eru miklar vonir sagðar bundnar við kappann.

Hann lék síðast með Avanca í Portúgal og hefur spilað með liðinu í efstu deild Portúgals síðustu tvö tímabil.

Rúnar var valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð, og besti maður úrslitakeppninnar, en hann leiddi ÍBV að Íslandsmeistaratitlinum.

Vieira er því ætlað að hjálpa til við að fylla í ansi stórt skarð sem Rúnar skildi eftir en hann mun spila fyrir uppeldisfélag sitt Fram á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×