Fótbolti

Mark Hlínar dugði ekki til sigurs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hlín Eiríksdóttir er samningsbundin til 2024.
Hlín Eiríksdóttir er samningsbundin til 2024. kdff.nu

Hlín Eiríksdóttir skoraði fyrra mark Kristianstad þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Uppsala á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá lék Valgeir Lunddal Friðriksson allan leikinn með Häcken þegar liðið vann AIK á útivelli.

Hlín kom gestunum í Kristianstad yfir eftir rúmlega hálftíma leik en heimakonur jöfnuðu metin ekki löngu síðar. Tabby Tindell kom hins vegar Kristianstad yfir að nýju og staðan 1-2 í hálfleik.

Aðeins eitt mark var skorað í síðari hálfleik og það gerði Uppsala, lokatölur 2-2. Hlín lék allan leikinn en Amanda Andradóttir kom inn af bekknum þegar 20 mínútur lifðu leiks. Þá er Elísabet Gunnarsdóttir sem fyrr þjálfari liðsins.

Kristianstad er í 6. sæti deildarinnar með 31 stig að loknum 17 leikjum. Häcken er á toppnum með 44 stig.

Í úrvalsdeild karla spilaði Valgeir Lunddal allan leikinn í 2-1 endurkomusigri Häcken á AIK en heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik. Häcken er nú í 2. sæti með 32 stig, tveimur á eftir toppliði Malmö sem á þó tvo leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×