Innlent

Árekstur við Hellu

Árni Sæberg skrifar
Áreskturinn varð við Hellu.
Áreskturinn varð við Hellu. Fjóla Hilmarsdóttir

Fólksbíll og flutningabíll skullu saman á Suðurlandsvegi við Hellu á þrettánda tímanum í dag. Veginum var lokað um stund á meðan hreinsunarstarf var unnið á vettvangi og nú er að greiðast úr töfum sem urðu vegna þesss.

Þetta segir Frímann Baldursson, aðalvarðstjóri á Selfossi, í samtali við Vísi. Hann segir að flutningabílnum hafi verið ekið aftan á fólksbílinn og að flutningabíllinn hafi endað utan vegar.

Engin slys hafi orðið á fólki og enginn fluttur á sjúkrahús. Einn hafi þó kvartað lítillega undan eymslum.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×