Íslenski boltinn

Hægt að fá sér tattú og horfa á toppliðið í leiðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Markavélin Arnór Gauti Ragnarsson og þjálfarinn Magnús Már Einarsson.
Markavélin Arnór Gauti Ragnarsson og þjálfarinn Magnús Már Einarsson. Instagram/@aftureldingknattspyrna

Eins og vanalega er hægt að slá tvær flugur í einu höggi þegar þú mætir á fótboltaleiki með einu heitasta fótboltaliði landsins.

Afturelding er með fimm stiga forskot á toppi Lengjudeildar karla í fótbolta og getur stigið enn eitt skrefið í átt að Bestu deildinni með heimasigri á Þrótti annað kvöld.

Á hverjum heimaleik meistaraflokks karla í Aftureldingu er boðið upp á skemmtilega og öðruvísi upplifun fyrir áhorfendur og á leiknum gegn Þrótti R. verður hægt að fá sér tattú á meðan viðkomandi horfir á leikinn.

Tattúin sem eru í boði má sjá hér á myndinni fyrir neðan sem og verðin.

Jón Þór Ísberg, húðflúrari, verður með græjurnar með sér og fólk getur fengið tattú á meðan horft er á leikinn. Tattúin sem eru í boði tengjast að sjálfsögðu Aftureldingu og Mosfellsbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×