Innlent

Þjóð­vegur eitt um Suður­land lokaður til morguns

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Lokunin stendur til klukkan 6 í fyrramálið.
Lokunin stendur til klukkan 6 í fyrramálið. Vísir/Vilhelm

Þjóðvegi eitt um Suðurland til vesturs hefur verið lokað til morguns vegna viðhalds. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir að stefnt sé á að malbika hringveg við Litlu kaffistofuna og því verði veginum lokað til vesturs við hringtorg í Hveragerði. 

Hjáleiðir verði um Suðurstrandarveg og Grindavíkurveg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×