Innlent

Á­tján ára öku­maður lést í al­var­legu um­ferðar­slysi

Eiður Þór Árnason skrifar
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.

Ökumaður sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Þrengslum á Suðurlandi á níunda tímanum í morgun er látinn. Hann var á nítjánda aldursári.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi sem mun ekki greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Ökumaðurinn var einn um borð í bifreiðinni sem fór út af Þrengslavegi, valt nokkrar veltur og lenti utan vegar. Hann var úrskurðaður látinn við komu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Veginum um Þrengsli var lokað um tíma á meðan vinna á vettvangi stóð yfir. Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.


Tengdar fréttir

Alvarlegt bílslys í Þrengslum

Alvarlegt umferðarslys varð í Þrengslunum á Suðurlandi á níunda tímanum í dag. Einn hefur verið fluttur slasaður á bráðamóttöku í Reykjavík.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×