Fótbolti

Elfsborg áfram á toppnum eftir jafntefli við Gautaborg

Siggeir Ævarsson skrifar
Hákon Rafn stóð á milli stanganna hjá Elfsborg í dag og fékk á sig eitt mark
Hákon Rafn stóð á milli stanganna hjá Elfsborg í dag og fékk á sig eitt mark Elfsborg

Elfsborg er áfram á toppnum í sænsku úrvalsdeildinni, en naumlega þó, eftir 1-1 jafntefli gegn Gautaborg í dag.

Hákon Rafn Valdimarsson var í marki Elfsborgar sem fyrr. Sveinn Aron Guðjohnsen var einnig í byrjunarliðinu en var skipt útaf í hálfleik. Elfsborg voru mun sterkari aðilinn í leiknum og sóttu mikið en tókst ekki að skapa sér nógu mikið af afgerandi færum til að taka öll þrjú stigin í dag.

Elfsborg er því áfram í toppsæti deildarinnar eftir 15 leiki en Hacken og Malmö koma þar í humátt á eftir, en liðin eru með 36, 35 og 34 stig hvert.

Davíð Kristján Ólafsson og félagar í Kalmar FF sóttu ekki gull í greipar Hammarby. Davíð lék allan tímann í 3-1 tapi. Kalmar í 6. sæti deildarinnar með 22 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×