Lífið

„Enn með stjörnur í augunum yfir þér alla daga að bíða eftir að fiðrildin hverfi“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Parið fagnaði einum hring í kringum sólina.
Parið fagnaði einum hring í kringum sólina. Brynja Dan.

Parið Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins og eigandi Extraloppunnar, og kærastinn Jóhann Sveinbjörnsson fögnuðu árs sambandsafmæli á dögunum. Brynja skrifaði einlæga færslu á samfélagsmiðlum í tilefni dagsins.

Brynja segir frá því hvernig líf hennar breyttist á augabragði þegar Jóhann heilsaði henni á Irish pub í Helsinki. Í fyrstu hélt hún að hann væri sætur Spánverji. „Niðurrignd blótaði ég því að þú værir Íslendingur í örfáar sekúndur,“ segir í færslunni.

„Takk fyrir að sjá allar hundrað beyglurnar mínar sem fallegar. Fyrir að taka mér og óhefðbundnu sögunni minni og troðfulla bakpokanum mínum, fyrir að taka öllum perlunum sem ég hef sankað að mér sem þínum,“ skrifar hún til Jóhanns í þökk fyrir að taka henni eins og hún er, bæði kostum og göllum.

„Elska þig fyrir að leyfa mér að vera ég, stór stundum en oft svo pínu lítil, fyrir að hlusta, skilja, vera öryggið mitt og aldrei nota örin mín gegn mér.“

Þá segist hún enn vera með stjörnur í augunum yfir honum og fiðrildi í maganum í alla daga.

„Ætla að dansa við þig út lífið ástin mín og í því næsta.“

Færsluna má nálgast í heild sinni hér að neðan.

Nýverið festi parið kaup á 270 fermetra parhúsi í Ásahverfinu í Garðabæ. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu og þrjú baðherbergi. Nóg pláss ætti að vera fyrir alla en samtals eiga þau þrjá syni á unglingsaldri.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×