Fótbolti

Men­dy ekki lengi að finna sér nýtt lið eftir að vera sýknaður

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Benjamin Mendy mun spila í Frakklandi í vetur.
Benjamin Mendy mun spila í Frakklandi í vetur. Christopher Furlong/Getty Images

Vinstri bakvörðurinn Benjamin Mendy er genginn í raðir Lorient í Frakklandi. Hann hefur ekki spilað síðan í ágúst 2021 eftir að fjöldi kvenna sakaði hann um nauðgun.

Mendy var leikmaður Englandsmeistara Manchester City þegar fjöldi kvenna steig fram og sakaði hann um nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Hann þurfti meðal annars að dúsa í hámarksöryggisfangelsi í Manchester meðan málið var rannsakað.

Á endanum var hann kærður fyrir sjö nauðganir og eina tilraun til nauðgunar. Sex af þeim ákærum voru felldar niður í janúar á þessu ári en rétta þurfti aftur í tveimur ákæruliðum. Var Mendy fundinn saklaus af kviðdómi fyrir nokkrum dögum og nú hefur hann samið við Lorient í heimalandinu.

Lorient tilkynnti leikmanninn í dag en samningur hans við Man City rann út nýverið. Skrifar Mendy undir samning til ársins 2025.


Tengdar fréttir

Mendy sýknaður

Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy var sýknaður af ákærum gegn sér þegar breskur dómstóll komst að niðurstöðu í breska Chester Crown Court réttarsalnum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×