Fótbolti

Heims­meistarinn fyrr­verandi til liðs við Hákon Arnar hjá Lil­le

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Samuel Umtiti (til hægri) er mættur til Lille.
Samuel Umtiti (til hægri) er mættur til Lille. Lars Baron/Getty Images

Franski varnarmaðurinn Samuel Umtiti er genginn í raðir Lille í heimalandinu. Hann byrjaði úrslitaleik HM 2018 þegar Frakkland varð heimsmeistari en var kominn til Lecce á Ítalíu eftir að hafa verið út í kuldanum hjá Barcelona.

Hinn 29 ára gamli Umtiti gekk í raðir Barcelona frá Lyon árið 2016. Þar átti hann að verða einn af máttarstólpum liðsins en meiðsli gerðu það að verkum að hann náði aldrei að sýna sínar bestu hliðar í Katalóníu. Hann var þó lykilmaður í heimsmeistaraliði Frakklands sumarið 2018.

Fyrir síðustu leiktíð samdi Umtiti við Þóri Jóhann Helgason og félaga í Lecce eftir að liðið tryggði sér sæti í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Hann spilaði 25 leiki í Serie A og hjálpaði Lecce að halda sæti sínu í deildinni.

Nú er Umtiti hins vegar mættur aftur til heimalandsins og á að hjálpa Lille að gera enn betur á síðustu leiktíð. Þar mun hann spila með Hákoni Arnari Haraldssyni sem byrjar af krafti en Skagamaðurinn skoraði þrennu í 7-2 sigri á Cercle Brugge í vináttuleik fyrr í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×