Sport

Mbappé neitar risatilboði Al Hilal

Andri Már Eggertsson skrifar
Sagan endalausa um Kylian Mbappe heldur áfram.
Sagan endalausa um Kylian Mbappe heldur áfram. Vísir/Getty

Samkvæmt blaðamanninum, Fabrizio Romano, hefur Kylian Mbappé neitað að ræða við Sádí-arabíska félagið Al Hilal.

Mbappé hefur ekki áhuga á að fara til Sádí Arabíu og vill ekki ræða við Al Hilal um samning sem er sagður vera 700 milljónir evra fyrir eitt tímabil.

 

Mbappe á aðeins eitt ár eftir af samning hjá PSG. Félagið er sannfært um að Mbappé hafi gert samkomulag við Real Madrid eftir að samningurinn hans rennur út og vill því selja hann áður en samningurinn hans rennur út.

 

Á dögunum samþykkti PSG risatilboð Al Hilal í Mbappé sem var 300 milljónir evra. Forráðamenn Al Hilal mættur til Parísar en Mbappe hafði ekki áhuga á að semja við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×