Erlent

Trump lýsir yfir sak­leysi sínu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gríðarlegur viðbúnaður var fyrir utan dómshúsið í Washington í dag.
Gríðarlegur viðbúnaður var fyrir utan dómshúsið í Washington í dag. AP Photo/Julio Cortez

Donald Trump hefur lýst yfir sak­leysi sínu vegna á­kæru á hendur honum vegna meintra til­rauna hans til þess að hnekkja úr­slitum í banda­rísku for­seta­kosningunum 2020. Fyrir­taka í máli hans fór fram í Was­hington D.C í kvöld.

Í um­fjöllun New York Times segir að for­setinn fyrr­verandi hafi ekki gefið frá sér neina yfir­lýsingu að fyrir­töku lokinni. Hann hyggst ræða við frétta­menn á leiðinni frá borginni og aftur til síns heima í Flórída en síðast þegar hann var ákærður í New York hélt hann mikla ræðu eftir að hann gekk út úr dómsal.

Eins og fram hefur komið hefur Trump verið á­kærður fyrir að hafa reynt að hnekkja úr­slitum í banda­rísku for­seta­kosningunum árið 2020. Hann stóð frammi fyrir dómara í kvöld og lýsti yfir sak­leysi í málinu.

Næsta fyrir­taka í málinu verður þann 28. ágúst næst­komandi. Búist er við því að lög­menn Trump muni gera sitt besta til að tefja mála­ferlin, að því er fram kemur í um­fjöllun New York Times.

Trump er nú í fram­boði til for­seta og rær nú öllum árum að því að tryggja sér út­nefningu Repúblikana­flokksins. Þar á Trump tölu­vert for­skot á mót­herja sína og segir í um­fjöllun banda­ríska miðilsins að á­kæru­valdið reyni nú eftir sem fremsta megni að tryggja að réttar­höld yfir for­setanum fyrr­verandi fari fram eins fljótt og auðið er. Að­stoðar­menn Trump tali leynt og ljóst um að hann muni stöðva mála­ferlin verði hann kosinn for­seti á næsta ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×