Enski boltinn

Chelsea fær franskan landsliðsmiðvörð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Axel Disasi vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu með Monaco.
Axel Disasi vakti mikla athygli fyrir góða frammistöðu með Monaco. getty/Jonathan Moscrop

Chelsea hefur fest kaup á franska miðverðinum Axel Diasi frá Monaco. Hann skrifaði undir sex ára samning við Chelsea sem greiddi 39 milljónir punda fyrir hann.

Diasi, sem er 25 ára, lék með Monaco í fjögur ár. Á síðasta tímabili lék hann alla 38 leiki liðsins í frönsku úrvalsdeildinni. Alls lék Diasi 129 leiki fyrir Monaco og skoraði tíu mörk.

Diasi hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Frakkland og var í franska hópnum sem lenti í 2. sæti á HM í fyrra.

Auk Diasis hefur Chelsea fengið Nicolas Jackson, Christopher Nkunku, Diego Moreira, Angelo Gabriel og Lesley Ugochukwu til liðsins í sumar.

Chelsea olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili og endaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×