Fótbolti

Valur lánar annan varnarmann í FH

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Lillý Rut Hlynsdóttir skallar hér boltann frá í leik við Breiðablik fyrr í sumar.
Lillý Rut Hlynsdóttir skallar hér boltann frá í leik við Breiðablik fyrr í sumar. Vísir/Vilhelm

Valur hefur lánað miðvörðinn Lillý Rut Hlynsdóttur til FH og mun hún leika með Hafnarfjarðarliðinu út leiktíðina í Bestu deild kvenna.

Lillý hefur leikið tíu leiki í vörn toppliðs Vals á yfirstandandi leiktíð en var ekki í leikmannahópi liðsins þegar Valur vann sterkan 2-1 sigur á Þrótti í Bestu deildinni í gær.

FH eru nýliðar í deildinni en sitja um þessar mundir í 5.sæti deildarinnar.

Lillý er 26 ára gömul og hefur leikið 162 leiki í efstu deild fyrir Val og Þór/KA auk þess að hafa leikið fyrir öll yngri landslið Íslands.

Hjá FH hittir hún fyrir annan miðvörð sem er á láni frá Hlíðarendaliðinu þar sem Arna Eiríksdóttir hefur verið í lykilhlutverki í vörn FH í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×