Fótbolti

Hákon og Sveinn Aron höfðu betur í Íslendingaslag í Svíþjóð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hákon Rafn Valdimarsson hélt marki sínu hreinu í dag.
Hákon Rafn Valdimarsson hélt marki sínu hreinu í dag. Elfsborg.se

Íslendingalið Elfsborg styrkti stöðu sína á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í dag með sigri á Sirius.

Hákon Rafn Valdimarsson stóð á milli stanganna hjá Elfsborg og Sveinn Aron Guðjohnsen leiddi sóknarlínu liðsins í leiknum sem lauk með 1-0 sigri Elfsborg. Aron Bjarnason er á mála hjá Sirius og lék síðasta hálftímann í leiknum.

Elfsborg hefur nú fjögurra stiga forystu á Hacken sem er í öðru sæti en Malmö er með jafnmörg stig og Hacken í 3.sæti og á leik til góða á Elfsborg.

Á sama tíma í Noregi var Ísak Snær Þorvaldsson í byrjunarliði Rosenborg og lék fyrstu 85 mínúturnar í 1-2 sigri liðsins á Haugesund.

Brynjar Ingi Bjarnason spilaði síðasta hálftímann fyrir HamKam sem tapaði 0-2 fyrir Brann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×