Fótbolti

Heldur áfram að æfa einn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Í kuldanum.
Í kuldanum. vísir/Getty

Kylian Mbappe mun halda áfram að æfa einn þegar liðsfélagar hans í PSG hefja lokaundirbúning sinn fyrir frönsku úrvalsdeildina í dag.

Franska meistaraliðið er komið aftur til Frakklands eftir æfingaferð til Japan og Suður-Kóreu en allt sprakk í loft upp í samningaviðræðum Mbappe og PSG skömmu fyrir ferðina sem leiddi til þess að Mbappe fór ekki með liðinu í æfingaferðina.

Mbappe á eitt ár eftir af samningi sínum í París og eru forráðamenn félagsins á því að kappinn sé búinn að semja við Real Madrid um að ganga til liðs við spænska stórveldið næsta sumar án greiðslu.

PSG samþykkti á dögunum tilboð frá Sádi Arabíu sem hefði gert Mbappe að langdýrasta leikmanni sögunnar en Al Hilal bauð 259 milljónir punda í kappann.

Franska félagið samþykkti tilboðið um leið en Mbappe hafði engan áhuga á að ræða við Sádana og mætti ekki til fundar við þá sem höfðu gert sér ferð til Parísar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×