Fótbolti

Faðir Neymars kallaði eitt frægasta í­þrótta­blað heims L'Efa­ke

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar da Silva Santos Júnior hefur mikinn áhuga á formúlu eitt keppnum.
Neymar da Silva Santos Júnior hefur mikinn áhuga á formúlu eitt keppnum. Getty/Eric Alonso

Franska stórblaðið L'Equipe sló því upp í gærkvöldi að Brasilíumaðurinn Neymar vildi komast í burtu frá franska félaginu Paris Saint-Germain. Fréttin reiddi föður Neymars til reiði.

„Ég get ekki staðfest fréttir sem eru ósannar. L'Equipe er L'Efake,“ sagði Neymar Da Silva eldri í samtali við PL Brasil en Mundo Deportivo segir frá.

Blaðamaður Associated Press leitaði eftir viðbrögðum frá Paris Saint-Germain eftir fréttina frá L'Equipe en PSG vildi ekki tjá sig um hana.

Fleiri erlendir fjölmiðlar segja ennfremur frá því að franska félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í leikmanninn en það er ljóst að hann mun kosta sitt.

„Upplýsingar þeirra komu einhvers staðar frá og reynum því að átta okkur á því hvað þeir eru að reyna að ná fram,“ sagði faðir Neymar.

Neymar er 31 árs gamall og hefur spilað með Parísarliðinu frá árinu 2017. Í maímánuði 2021 framlengdi hann samning sinn til ársins 2025.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×