Erlent

Stíflan í Glommu brast

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Stíflan brast klukkan hálf fimm að staðartíma.
Stíflan brast klukkan hálf fimm að staðartíma. ap

Hluti stíflu í Glommu, vatnsmestu á Noregs, brast síðdegis vegna mikils vatnsflaums. Yfirvöld íhuguðu að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð.

Í frétt NRK segir að lögregla hafi þegar verið búin að rýma svæðið í samráði við sveitarfélög. Á milli 15 til 20 heimili hafa verið rýmd suður af stíflunni en til greina kemur að rýma fleiri svæði. Fleiri en sex hundruð manns var gert að yfirgefa heimili sín norðan af Osló í nótt. Sveitarfélagið hefur opnað neyðarskýli á svæðinu.

Lokur stíflunnar virkuðu ekki eftir að vatnsyfirborðið hækkaði.ap

Braskereidsfoss-virkjunin er staðsett í sveitarfélaginu Våler, um fimm kílómetra suður af Elverum í austurhluta Noregs. Virkjunin bilaði í morgun klukkan 6:30 að staðartíma vegna vatnsflaumsins. Lokur sem áttu að opnast sjálfkrafa þegar vatnsborðið hækkaði virkuðu ekki og því var ekki hægt að stýra flæði vatns.

Klukkan hálf fimm að staðartíma brast svo stíflan en fyrir það höfðu lögregluyfirvöld gefið út að til greina komi að sprengja gat á stífluna til að vernda byggð fyrir neðan hana fyrir skemmdum.

Áfram er spáð verulegri úrkomu í Noregi og Svíþjóð en hlutar beggja landa eru á floti eftir rigningar sem fylgdu storminum Hans. Ár hafa flætt yfir bakka sína, vegir hafa skemmst og fólk slasast af völdum fallandi trjágreina. Rauðar veðurviðvaranir eru í gildi í báðum löndum í dag vegna flóða- og skriðuhættu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×