Innlent

Rúta brann í Kömbunum

Ólafur Björn Sverrisson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
Mikill reykur er á svæðinu.
Mikill reykur er á svæðinu. aðsend

Eldur kviknaði í rútu sem var á leið niður Kambana skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Töluverður reykur leggur frá rútunni sem er frá fyrirtækinu SBA Norðurleið.

Vísi barst eftirfarandi myndir frá vettvangi. Dælubíll slökkviliðs vinnur að slökkvistarfi sem stendur. 

Veginum hefur verið lokað.aðsend

Uppfært: Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Árnessýslu voru tíu farþegar í rútunni sem allir náðu að yfirgefa hana í tæka tíð. Búið er að slökkva eldinn en gert er ráð fyrir að vegurinn verði lokaður í vesturátt í um klukkustund í viðbót. Verið sé að bíða eftir tæki sem muni draga rútuna í burtu. Þá sé vegurinn háll vegna mikils olíuleka sem varð við eldsvoðann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×