Lífið

Fljúgandi furðuhlutur í Grímsnesi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Áttar þú þig á því hvað fljúgandi furðuhluturinn gæti verið?
Áttar þú þig á því hvað fljúgandi furðuhluturinn gæti verið? vísir/grafík

Einkennilegt myndband náðist með dyrabjöllumyndavél í sumarbústað í Grímsnesi. Eigandinn segist hafa rætt við ýmsa fræðimenn sem botna ekkert í fljúgandi furðuhlut sem sést á myndbandinu.

Brjánn Árnason var að setja upp dyrabjöllumyndavél í sumarbústað sínum þegar hann tók eftir furðuhlutnum fyrir tilviljun.

„Um kvöldið fer ég að athuga hvort vélin sé tengd og svo bara „búmm“, skýst þetta upp. Það var bara grís að ég hafi verið að horfa af því þetta kveikti ekki á skynjurunum,“ segir Brjánn í samtali við Vísi.

Flugið líkist ýlu eða annars konar flugeld en Brjánn segir engar líkur á að sú sé raunin.

„Það eru engir flugeldar hér á svæðinu. Ég er mikill efasemdamaður, ég þarf bara einhvern til að horfa á þetta og koma með vísindalega útskýringu. Ég hef sýnt eðlisfræðingi og líffræðingi þetta og það getur enginn sagt með vissu hvað þetta sé. Það eru engar eldflugur á Íslandi, fugl flýgur ekki svona og þessi hali vekur upp enn fleiri spurningar.“

Þá er bara spurning hvort lesendur Vísis hafi betri skýringu á furðuhlutnum fljúgandi...






Fleiri fréttir

Sjá meira


×