Fótbolti

Raya mættur til Arsenal og mun veita Ramsdale samkeppni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
David Raya er búinn að skrifa undir lánssamning við Arsenal.
David Raya er búinn að skrifa undir lánssamning við Arsenal. David Price/Arsenal FC via Getty Images

Markvörðurinn David Raya er mættur til Arsenal á láni frá Brentford. Raya verður á láni út tímabilið, en Skytturnar hafa möguleika á því að kaupa leikmanninn að lánstímanum loknum.

Arsenal er sagt greiða þrjár milljónir punda fyrir lánið, en félagið getur keypt markvörðinn á 27 milljónir punda.

Raya, sem er 28 ára, hefur verið hjá Brentford frá árinu 2019. Hann er Spánverji sem kom ungur til Englands og lék með unglingaliði Blackburn áður en hann lék 98 deildarleiki fyrir aðallið félagsins frá 2014 til 2019.

Á síðasta tímabili var hann einn besti markvörður deildarinnar þegar hann hélt ellefu sinnum hreinu í marki Brentford er liðið hafnaði í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann á að baki tvo leiki fyrir spænska landsliðið og mun koma til með að veita Aaron Ramsdale samkeppni um aðalmarkvarðarstöður Arsenal á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×