Fótbolti

Steinþór: Ætli þeir séu ekki bara svona betri en við

Árni Jóhannsson skrifar
Steinþór Már átti frábæran leik þrátt fyrir lokaúrsltin í marki KA.
Steinþór Már átti frábæran leik þrátt fyrir lokaúrsltin í marki KA. Vísir / Anton

Markvörðu KA, Steinþór Már Auðunsson, stóð í ströngu nánast allan seinni leikinn Club Brugge í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Lokatölur í leiknum urðu 1-5 fyrir Belgana og 10-2 því samanlagt. Steinþór átti samt sem áður stórleik en gestirnir áttur 17 skot á markið.

Steinþór vissi það alveg að þetta yrði brekka frá fyrstu mínútu en hvernig leit leikurinn út frá hans sjónarhóli.

„Þetta leit bara ágætlega út þó þeir hafi verið töluvert betri en við. Við náðum samt sem áður að spila nokkrum sinnum framhjá pressunni þeirra og gerðum nokkrum sinnum helvíti vel. Þó þeir hafi verið góðir og ætli þeir séu ekki bara þetta betri en við.“

Steinþór varði oft á tíðum mjög vel og eins og áður hefur komið fram þá áttu Brugge menn 17 skot á markið og voru mörg þeirra úr dauðafærum. 

„Það er bara gaman að spila fótboltaleik aftur eftir að hafa verið á bekknum í einhverja tvo mánuði. Þetta var helvíti gaman þó að við höfum tapað stórt í dag.“

Að lokum var Steinþór spurður út í reynsluna sem hann tekur út úr þessu Evrópuævintýri KA manna.

„Þetta hefur nú verið ansi strembið og erfitt. Ég veit ekki hvað ég hef lært af þessu. Mikið af ferðalögum og hótelum og svona en þetta er bara reynsla í bankann.“

KA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×