Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu 12.

Sambandsslit VR og Íslandsbanka, staða umsækjenda um alþjóðlega vernd, skógarhögg í Öskjuhlíð og þátttökuréttur trans kvenna á skákmótum verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Stjórn VR hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka. Leitað verður til annarra fjármálastofnana og jafnvel út fyrir bankakerfið.

Nokkrir umsækjendur um alþjóðlega vernd standa enn eftir hjálparlausir eftir að fundi fulltrúa ríkis og sveitarfélaga lauk án niðurstöðu.

Yfirflugstjóri hjá Ernir segir ekki annað koma til greina en að borgin gangi að kröfu Isavia og felli um þriðjung skógarsins í Öskjuhlíð.

„Karlmenn eru töluvert betri í skák en konur,“ segir formaður Skáksambands Íslands. Hann gagnrýnir ákvörðun FIDE að banna trans konum að keppa í kvennaflokki á mótum.

KA-menn eru úr leik í Evrópukeppni en Blikar fá einn séns til viðbótar, þrátt fyrir tap gegn Mostar.

Norðaustlægar og norðlægar áttir verða ríkjandi á næstunni. Áfram hlýtt í veðri en aðeins svalara fyrir norðan eftir helgi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×