Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Al­þýðu­sam­band Ís­lands hefur á­kveðið að hætta við­skiptum við Ís­lands­banka, líkt og VR hefur einnig gert. For­maður VR segir bankann ekki hafa tekið nægi­lega á brotum lykil­manna við sölu á hlut ríkisins í bankanum.

Fjallað verður nánar um málið í kvöld­fréttum Stöðvar 2.

Enn ríkir ó­vissa um það hver eigi að þjónusta flótta­fólk sem hefur verið svipt þjónustu eftir að hafa fengið endan­lega synjun um al­þjóð­lega vernd. Prófessor í stjórn­mála­fræði segir þrjár ríkis­stjórnir virðast vera starfandi í landinu. Við ræðum við ráð­herra, rýnum í stöðuna og heyrum í þing­manni Við­reisnar í beinni.

Borgar­stjóra kross­brá þegar Isavia krafðist þess að um þrjú þúsund tré í Öskju­hlíð yrðu felld vegna flug­öryggis. Fjallað verður nánar um málið í kvöld­fréttum. Við kíkjum einnig á troð­fullar rusla­tunnur og heyrum í borginni um ó­á­nægju margra íbúa með sorp­hirðu, verðum í beinni frá svo­kölluðu hvalagala og hittum arf­taka apans Bóbó sem bjó í Eden í Hvera­gerði.

Þetta og margt fleira á sam­tengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×