Íslenski boltinn

„Þið sjáið hvernig deildin er núna í ár“

Þorsteinn Hjálmsson skrifar
Todor Hristov á hliðarlínunni í dag.
Todor Hristov á hliðarlínunni í dag. Vísir/Hulda Margrét

ÍBV náði í stig á erfiðum útivelli í Bestu deild kvenna í knattspyrnu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Breiðablik á Kópavogsvelli. Todor Hristov var að vonum sáttur með stigið en fannst sitt liði þó geta hafa farið til Eyja með öll þrjú stigin úr Kópavoginum.

ÍBV náði í stig á erfiðum útivelli í dag en liðið gerði markalaust jafntefli við Breiðablik á Kópavogsvelli. Todor Hristov var að vonum sáttur með stigið en fannst sitt liði þó geta hafa farið til Eyja með öll þrjú stigin úr Kópavoginum.

„Ég held að við höfum átt skilið stig eftir leikinn, að mínu mati. Mér fannst við líka fá möguleika til að vinna leikinn. Við átt að nýta betur skyndisóknir hjá okkur nokkrum sinnum. Breiðablik var samt mikið í sókn, en lítið að gerast hjá þeim sóknarlega. Þannig ég er mjög stoltur af liðinu. Auðvitað er þetta eitt af bestu liðum landsins en ég held að við hefðum alveg getað unnið þennan leik,“ sagði Todor.

Fannst honum að sitt liði hefði getað haldið örlítið betur í boltann í seinni hálfleik til þess að fá tækifæri til að skora í leiknum.

„Við náðum ekki að halda í boltann, kannski þurftum við aðeins ferskari lappir inn á en ég var ekki með mikla möguleika í það sem ég þurfti nákvæmlega. Kannski þurfti ég að setja Kristínu Ernu aðeins fyrr inn á, en það var vandamálið að halda boltanum til þess að komast í skyndisókn. Svona er þetta stundum.“

ÍBV er komið með 18 stig í deildinni, stigi á undan Keflavík sem sigraði Þrótt í dag. Todor telur stigið mikilvægt fyrir komandi átök í botnbaráttunni.

„Mjög mikilvægt, held ég. Þið sjáið hvernig deildin er núna í ár, crazy deild, sem er mjög gaman og allir geta unnið alla. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt en ég held að fá stig hérna á móti Breiðabliki er geggjað,“ sagði Todor að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×