Innlent

Áður ó­séðir græn­þörungar ollu ó­bragðinu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Jón Trausti telur allar líkur á að óbragðið hafi komið frá grænþörungum í lóni við Berjadalsá í hlíðum Akrafjalls
Jón Trausti telur allar líkur á að óbragðið hafi komið frá grænþörungum í lóni við Berjadalsá í hlíðum Akrafjalls vísir

Óbragð sem fannst í drykkjarvatni á Akranesi skýrist að öllum líkindum af grænþörungum sem uxu í lóni í nágrenni bæjarins. Lónið hefur nú verið hreinsað og ætti óbragðið því að heyra sögunni til.

Tilkynningar um óbragð af drykkjarvatninu tóku að berast Veitum á miðvikudag. Þá var bragðinu lýst sem myglubragði. Í framhaldinu voru sýni tekin af vatninu en engar skaðlegar örverur komu í ljós. Jón Trausti Kárason forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum segir að vel hafi gengið að finna skýringar á óbragðinu.

„Við lækkuðum í lóninu og sáum að það var talsvert mikið af þörungagróðri sem var að sjá í lóninu eftir að vatnsborðið lækkaði,“ segir Jón Trausti í samtali við fréttastofu. „Það hófst í kjölfarið markvisst hreinsunarstarf á gróðrinum hjá okkar fólki, sem lauk á laugardaginn. Nú erum við bara að reyna að skola út úr kerfinu og losa út það vatn sem hafði runnið til bæjarsns.“

Umrætt lón.aðsend

Það megi því búast við því að óbragðið heyri sögunni til í dag eða á morgun. Hann bætir við að kjöraðstæður hafi myndast fyrir vöxt grænþörunga síðustu daga en þeir hafi ekki sést áður.

Það má velta því fyrir sér hvort þetta tengist því að hér er veðurfar að breytast og aðstæður fyrir vöxt af þessu tagi hjá hinum ýmsu gróðurtegundum eru að verða ákjósanlegri,“ segir Jón Trausti.


Tengdar fréttir

Telja vatnið á Akra­nesi öruggt þrátt fyrir ó­bragð

Engar skaðlegar örverur fundust í sýnum sem voru tekin úr drykkjarvatni á Akranesi í gær eftir að íbúar kvörtuðu undan óbragði af því. Forstöðumaður hjá Veitum segir leit standa yfir að orsökum óbragðsins í lóni í nágrenni bæjarins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×