Íslenski boltinn

Puttarnir í klessu og ráð­lagt að hvíla

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður FH, á ferð og flugi.
Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður FH, á ferð og flugi. Vísir/Diego

Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður FH, mun mögulega ekki spila næsta leik liðsins eftir að lenda í árekstri og meiðast á fingrum í leiknum gegn HK í Bestu deild karla í knattspyrnu á sunnudag.

Sindri Kristinn hefur staðið vaktina í marki FH í sumar eftir að koma frá uppeldisfélagi sínu Keflavík fyrir tímabilið. Þrátt fyrir að klára leikinn gegn HK þá meiddist hann illa á tveimur fingrum og þó þeir séu ekki brotnir þá eru þeir frekar illa farnir.

Sindri Kristinn ræddi stöðuna á löngutöng og baugfingri á vinstri hendi við Fótbolti.net fyrr í dag. Þar sagði markvörðurinn að það ætti eftir að fá álit annarra á stöðunni en hann hefði farið í myndatöku upp á Bráðamóttökuna í Fossvogi eftir leik.

„FH á eftir að fá lækni til að skoða þeta betur,“ sagði Sindri Kristinn við.

„Var alveg dofinn en fann þannig lagað ekkert fyrir þessu. Held að þetta hafi ekki haft nein áhrif þegar upp var staðið,“ bætti markvörðurinn við.

Sindri Kristinn staðfesti að samkvæmt læknisráði ætti hann ekki að spila næsta leik FH en hann er þó ekki alveg á þeim buxunum.

„Ætla ekki að útiloka neitt fyrr en ég hitti sjúkraþjálfarana og læknana hjá FH,“ sagði markvörðurinn að lokum í viðtali sínu við Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×