Íslenski boltinn

Sjáðu Emil Atla skjóta niður KR-inga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil Atlason fagnar hér einu marka sinna í Garðabænum í gær.
Emil Atlason fagnar hér einu marka sinna í Garðabænum í gær. Vísir/Anton

Stjörnumenn fögnuðu fimm hundraðasta leik Daníels Laxdal í gær með flottum 3-1 sigri á KR-ingum í Garðabænum. Öll mörkin úr leiknum eru nú aðgengileg á Vísi.

Daníel var vissulega maður leiksins en stjarna kvöldsins var hinn sjóðheiti markaskorari Emil Atlason.

Emil var eins nálægt því og hægt er að skora þrennu í leiknum á undan en að þessu sinni gat dómari leiksins ekki annað en skráð þrjú mörk á hann.

Emil skoraði fyrsta markið eftir stungusendingu, annað markið með frábærri afgreiðslu eftir glæsilega sendingu frá Daníel og svo þriðja markið úr vítaspyrnu.

Emil er þar með kominn með tólf mörk í Bestu deildinni í sumar og hann er nú efstur á listanum yfir markahæstu menn með einu marki meira en Valsmaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson.

Benoný Breki Andrésson skoraði mark KR í leiknum og jafnaði þar leikinn í 1-1 en Emil var búinn að koma Stjörnunni yfir tveimur mínútum síðar.

Hér fyrir neðan má sjá þrennu Emils og markið hans Benonýs.

Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og KR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×