Erlent

Ó­víst að upp­lýsingar um þyngd og hæð séu réttar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Donald Trump í Georgíu í gær þar sem hann gaf sig fram.
Donald Trump í Georgíu í gær þar sem hann gaf sig fram. AP Photo/Alex Brandon

Ó­víst er að upp­lýsingar um þyngd og hæð Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta, sem skráðar voru þegar hann gaf sig fram í fangelsinu í Fulton-sýslu í At­lanta í gær séu réttar, að því er fram kemur í um­fjöllun Was­hington Post.

For­setinn var á­samt á­tján sam­starfs­mönnum á­kærður vegna til­rauna til þess að snúa niður­stöðum for­seta­kosninga í Georgíu árið 2020. Trump var í um tuttugu mínútur í fangelsinu í gær og var tekin fanga­mynd af honum. Þá var hann skráður rúm 97 kíló að þyngd og 190 sentí­metrar á hæð.

Í um­fjöllun Was­hington Post segir að upp­lýsingar um þyngd og hæð sam­starfs­manna hans hafi ekki reynst réttar. Þannig hafi sam­starfs­menn hans líkt og C­at­hy Lat­ham verið skráð með ljóst hár, á meðan hún sé í raun með grátt hár.

Þá var Rudy Giuli­ani, lög­maður Trump og fyrr­verandi borgar­stjóri New York, fyrst skráður 81 kíló að þyngd og 175 sentí­metrar að hæð. Síðar sama dag var þeim upp­lýsingum hins vegar breytt án skýringa og lög­maðurinn þá skráður 180 sentí­metrar að hæð og 104 kíló að þyngd.

Was­hington Post hefur eftir ó­nefndum aðila sem tengist einum af sak­borningum í málinu að starfs­fólk lög­reglu­em­bættisins í At­lanta biðji sak­borninga ekki um upp­lýsingar um hæð og þyngd og þá sé sak­borningum ekki gert að stíga á vigt. Við­komandi hafi fengið skráða þyngd og hæð en segir hana ekki stemma við upp­lýsingar á öku­skír­teininu sínu og segist við­komandi ekki hafa hug­mynd um hvaðan upp­lýsingarnar komu.

Í­trekað rætt holda­far

Banda­ríski miðillinn segir lög­reglu­em­bættið í Fulton sýslu ekki hafa svarað fyrir­spurnum sínum vegna málsins. Þess er getið að á­huginn á hæð og þyngd Banda­ríkja­for­setans komi frá hans eigin full­yrðingum um þær en for­setinn hefur auk þess verið dug­legur að minnast á holda­far annarra.

Árið 2016 sagðist for­setinn vera 190 sentí­metrar á hæð og 107 kíló. Sagðist for­setinn vita að hann yrði að léttast, að því er segir í um­fjöllun Was­hington Post.

Þá sagði læknir sem starfað hafði í Hvíta húsinu í janúar 2018 að for­setinn væri 190 sentí­metrar að hæð og 108,4 kíló. Nan­cy Pelosi, for­seti full­trúa­deildar Banda­ríka­þings, skaut meðal annars á for­setann í heims­far­aldrinum og sagði hann allt of þungan til þess að taka inn um­deilt malaríu­lyf gegn Co­vid-19.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×