Fótbolti

Vålerenga styrkti stöðu sína á toppnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir er leikmaður Vålerenga.
Ingibjörg Sigurðardóttir er leikmaður Vålerenga. Vålerenga

Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Vålerenga sem vann öruggan 5-1 sigur gegn Åsane í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Fyrir leikinn í dag var Vålerenga með fjögurra stiga forskot á Rosenborg á toppi deildarinnar með einum leik meira spilaðan. 

Sigurinn í dag var þægilegur. Vålerenga komst í 4-0 strax í fyrri hálfleiknum og sigurinn í höfn þegar flautað var til hálfleiks. Bæði lið bættu einu marki við eftir hlé og lokatölur því 5-1.

Ingibjörg lék allan leikinn í vörn Vålerenga sem er nú sjö stigum á undan Rosenborg sem á tvo leiki til góða. Selma Sól Magnúsdóttir leikur með Rosenborg og því stefnir í baráttu þessara tveggja landsliðskvenna um norska meistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×