Íslenski boltinn

Frítt inn á mikil­vægan leik FH og KA í Kapla­krika

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur verið heitur fyrir framan mark andstæðinganna að undanförnu.
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur verið heitur fyrir framan mark andstæðinganna að undanförnu. Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Bílaleiga Akureyrar ætlar að bjóða gestum og gangandi frítt inn á leik FH og KA í 21. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Með sigri fer FH upp í 4. sæti deildarinnar.

Leikur FH og KA fer fram á morgun, miðvikudag, og er síðasti leikur 21. umferðar Bestu deildarinnar. Með sigri fer FH upp fyrir Stjörnuna í 4. sæti og væri þá aðeins fjórum stigum á eftir Íslandsmeisturum Breiðabliks sem sitja í 3. sætinu.

FH fer svo í Kópavoginn í síðustu umferð fyrir úrslitakeppni deildarinnar og gæti því minnkað muninn niður í aðeins eitt stig, fari svo að liðið vinni á miðvikudag.

KA lifir í veikri von um að enda í efri hluta deildarinnar en til þess að það gerist þarf liðið að vinna FH, helst stórt, sem og Fylki í 22. umferðinni á meðan KR, FH og HK þurfa helst öll að tapa sínum leikjum.

Leikur FH og KA hefst klukkan 17.30 á morgun, miðvikudag, og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×